Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 11:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu greindust innanlands með veiruna í gær, þar af sjö í sóttkví. Þórólfur benti á að nýsmitaðir undanfarna daga hefðu verið tiltölulega fáir en verið heldur fleiri í gær. Hann kvaðst vona að þetta væri ekki vísbending um að faraldurinn væri á uppleið en næstu dagar verði að skera úr um það. Þá greindust tíu með veiruna á landamærum í gær og hefur orðið talsvert aukning í greiningum þar undanfarna daga. Þetta sagði Þórólfur endurspegla vöxt í faraldrinum erlendis. Þrír með breska afbrigðið innanlands Þrír hafa nú greinst innanlands með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar. Allir eru þeir tengdir fólki sem greindist með afbrigðið á landamærunum fjölskylduböndum. Alls hafa 22 greinst með afbrigðið hér á landi, nítján á landamærum. Þórólfur benti á að fleiri vísbendingar væru um að breska afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði og vísaði meðal annars í danska rannsókn þess efnis. Hins vegar væru engin merki um að afbrigðið valdi alvarlegri sjúkdómi. Þá vinnur Þórólfur nú að tillögum um sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi 13. janúar. Hann sagði þær munu mótast af því hvernig faraldurinn þróast næstu dagana. Ekki væri tímabært að skýra nánar frá efnislegum atriðum tillagnanna. Hann minnti á að takmörkunum hafi verið aflétt í skólahaldi frá áramótum og mikilvægt að kennarar og nemendur gæti vel að sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu greindust innanlands með veiruna í gær, þar af sjö í sóttkví. Þórólfur benti á að nýsmitaðir undanfarna daga hefðu verið tiltölulega fáir en verið heldur fleiri í gær. Hann kvaðst vona að þetta væri ekki vísbending um að faraldurinn væri á uppleið en næstu dagar verði að skera úr um það. Þá greindust tíu með veiruna á landamærum í gær og hefur orðið talsvert aukning í greiningum þar undanfarna daga. Þetta sagði Þórólfur endurspegla vöxt í faraldrinum erlendis. Þrír með breska afbrigðið innanlands Þrír hafa nú greinst innanlands með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar. Allir eru þeir tengdir fólki sem greindist með afbrigðið á landamærunum fjölskylduböndum. Alls hafa 22 greinst með afbrigðið hér á landi, nítján á landamærum. Þórólfur benti á að fleiri vísbendingar væru um að breska afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði og vísaði meðal annars í danska rannsókn þess efnis. Hins vegar væru engin merki um að afbrigðið valdi alvarlegri sjúkdómi. Þá vinnur Þórólfur nú að tillögum um sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi 13. janúar. Hann sagði þær munu mótast af því hvernig faraldurinn þróast næstu dagana. Ekki væri tímabært að skýra nánar frá efnislegum atriðum tillagnanna. Hann minnti á að takmörkunum hafi verið aflétt í skólahaldi frá áramótum og mikilvægt að kennarar og nemendur gæti vel að sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira