Neville er þjálfari enska kvennalandsliðsins en hættir með það eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Sarina Wiegman, þjálfari Hollands, tekur við starfi hans hjá Englandi.
Beckham hefur áhuga á að fá Neville til að taka við Inter Miami fyrir næsta tímabil sem hefst í mars. Diego Alonso, sem stýrði Inter Miami á fyrsta tímabili liðsins í MLS-deildinni, hætti í dag sem þjálfari þess og Beckham þarf því að finna eftirmann hans.
#InterMiamiCF and Manager Diego Alonso have mutually agreed to part ways.
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) January 7, 2021
Club Statement https://t.co/TmxXJXvTyP
Ljóst er að ef Neville tæki við Inter Miami þyrfti hann að hætta fyrr hjá enska knattspyrnusambandinu en áætlað var.
Inter Miami endaði í 10. sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar á síðasta tímabili. Beckham hefur fengið sterka leikmenn til liðsins og má þar helst nefna markahrókinn Gonzalo Higuaín og franska heimsmeistarann Blaise Matuidi.
Neville hefur ekki áður verið aðalþjálfari karlaliðs en var áður aðstoðarþjálfari hjá Manchester United og Valencia.
Neville og Beckham léku lengi saman hjá United og eru hluti af hinum fræga '92 árgangi ásamt Ryan Giggs, Paul Scholes, Nicky Butt og Gary Neville, eldri bróður Phils.