Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 07:01 Börnin hafa fengið á bilinu fimm til tíu þúsund krónur greiddar fyrir myndirnar í gegn um öpp á borð við Aur. Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Í desember handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra karlmenn vegna gruns um vörslu barnaníðsefnis en í heildina eru 22 karlmenn til rannsóknar hjá embættinu í sambærilegum málum. Í Kompás var fjallað ítarlega um barnaníðsefni sem finnst í tölvum íslenskra karlmanna í október síðast liðnum en þar kom fram að myndirnar sýni oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Þá hefur færst í aukana að íslensk börn sendi af sér kynferðislegt myndefni sem fer í dreifingu eins og Kompás fjallaði einnig um í öðrum þætti frá því í nóvember. Í desember hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu séð nýja birtingarmynd af þessum málum. „Við erum með mál þar sem börn eru að taka af sér myndir af fúsum og frjálsum vilja og senda á ákveðna aðila sem þiggja greiðslur fyrir, jafnvel í gegn um greiðsluforrit eða öpp,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á bilinu fimm til tíu mál af þessum toga voru kærð til lögreglu í desember. Börnin séu á grunnskólaaldri, allt niður í 13 ára. „Allt í einu sjáum við aukningu í þessu að krakkar eru að gera þetta og þá hafa foreldrar hreinlega verið að tilkynna þetta til okkar. Þau sjá þá allt í einu óvenjulegar millifærslur inn á þessum öppum eða greiðsluforritum,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotaseildar á höfuðborgarsvæðinu, segir að Europol hafi varað við þessari tegund brota. VÍSIR/Arnar Halldórsson Börnin séu að fá á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir að senda af sér kynferðislegar myndir. Europol hafi nýlega varðar við þessari nýju tegund brota. „Fyrst og fremst myndi þetta flokkast undir barnaníð. Að viðkomandi væri að afla sér barnaníðsefni og varslað það,“ segir Ævar. Auk þess komi til greina að málin falli undir 210 gr. b. almennra hegningarlaga þar sem segir að hver sá sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu skuli sæta fangelsi allt að 2 árum, eða allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki reynt á ákvæðið hér á landi. Hér að neðan má sjá Kompás þættina þar sem fjallað er um barnaníðsefni og kynferðislegt ofbeldi gegn íslenskum börnum á netinu. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Lögreglumál Kompás Börn og uppeldi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira