Fótbolti

Ný heimsálfa bíður Bilic eftir brottreksturinn frá WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bilic vel pirraður á hliðarlínunni í leik gegn Man. Utd er hann stýrði WBA.
Bilic vel pirraður á hliðarlínunni í leik gegn Man. Utd er hann stýrði WBA. Catherine Ivill/Getty Images

Það tók Slaven Bilic ekki langan tíma að fá nýtt starf eftir að hann var rekinn frá WBA í síðasta mánuði.

Króatinn hefur nefnilega skrifað undir tveggja ára samning við kínverska liðið Beijing Guoan og tekur hann við af Bruno Genesio.

Liðið endaði í þriðja sæti kínversku deildarinnar á síðustu leiktíð og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í Asíu.

Bilic var sem kunnugt er rekinn degi eftir 1-1 jafntefli gegn Man. City en liðið hafði fengið sjö stig í fyrstu þrettán leikjunum undir stjórn Bilic.

Bilic hefur komið víða við. Hann hefur þjálfað Lokomotiv Moskvu, Besiktast, West Ham, Al Ittihad og króatíska landsliðsins eftir að hann byrjaði þjálfaraferilinn hjá Hajduk Split.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×