Lífið

Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greinilega nóg um að vera í 2. þáttaröðinni.
Greinilega nóg um að vera í 2. þáttaröðinni.

Raunveruleikastjarna Íslands, Patrekur Jaime, snýr aftur á skjáinn þegar Æði 2 hefur göngu sína síðar í mánuðinum.

 Æði eru fyrstu þættir sinnar tegundar hér á landi og því er endurkoma þessi fagnaðarerindi mikið fyrir aðdáendur þáttanna.

Líkt og kunnugt er lauk fyrstu þáttaröð á því að Patti flaug til Síle að heimsækja föðurfjölskyldu sína. Hann er nú snúinn aftur til Íslands, reynslunni ríkari og tilbúinn að halda ferðalagi sínu í átt að heimsfrægð.

Plakatið fyrir Æði 2, sem lendir á Stöð 2 Maraþon eftir um tvær vikur.

Binna Glee þarf vart að kynna en feimni og einlægi strákurinn að norðan hefur sigrað hjörtu fjöldamargra Íslendinga eftir að hann varð frægur á Snapchat. Bassi Maraj er hægri hönd Patta en hann sló í gegn í fyrstu þáttaröð af Æði og varð fljótt uppáhald margra áhorfenda. Auk þeirra kynnast áhorfendur nýjum vinum Patta og hver veit nema kærasti hans, Keem, láti sjá sig.

Fyrsti þáttur Æði 2 lendir á Stöð 2 Maraþon fimmtudaginn 21. janúar en hér að neðan má sjá stiklu úr þáttaröðinni.

Klippa: Drama, gleði og vatnsglas í andlitið í fyrstu stiklunni úr Æði 2

Tengdar fréttir

„Fólk má alveg búast við drama“

Æði er raunveruleikaþáttur um íslenskan áhrifavald og er þáttaröðin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur, fæddur og uppalinn á Akureyri en á ættir að rekja til Chile.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.