Makamál

Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Aðsend mynd

Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10.

Eftir að fyrsta serían af raunveruleikaþáttunum Patrekur Jaime: ÆÐI fór í loftið á Stöð 2 Maraþon, segist Patrekur hafa ákveðið að taka lífinu bara rólega.

Ég er bara búinn að vera rólegur í samkomubanninu og hef mest eytt tímanum í að plana sumarið og haustið. 

Fáum að vita hvað heillar Patrek.

ON:

1. Þegar hann veit hvað hann vill og er heiðarlegur. Mér finnst svo heillandi þegar einstaklingur veit hvað hann vill í lífinu, hvert hann er að stefna og kemur sér þangað. Svo er heiðarleiki mikilvægur í sambandi.

Það er ekkert verra en að vera með kvíða yfir því að það sé verið að halda framhjá þér.

2. Að mér sé sýnd athygli. Þegar einstaklingur sýnir þér athygli, veistu að hann fýlar þig. Sendir þér sms yfir allan daginn bara til þess að tjékka á þér og hvernig þér líður. Það er svo gott að vita að einhver er alltaf að pæla í þér.

3. Hreinlæti. Mér finnst hreinlæti skipta mjög miklu máli og að einstaklingurinn hugsi vel um sig. Hann má alveg vera „lowkey kuskaður“ en þér líður alltaf betur í hreinu umhverfi. Þú vilt ekki vera í einhverju skítugu herbergi að stunda kynlíf með skítugt lak, nei takk! Ef hann hugsar vel um sig, mun hann líka hugsa vel um þig.

4. Góður með börn. Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Ég vil eignast börn í framtíðinni og auðvitað vil ég að maki minn sé góður með börn. Ég vil ekki ala upp börn með einhverjum sem vill ekkert með þau hafa eða nennir ekki að hugsa um þau.

5. Peningar. Þetta er ekkert must en sjúklega mikið turn on. Fólk segir að peningar veiti þér ekki hamingju en það veitir samt öryggi að vita að þig skorti þá ekki. Ef hann á líka peninga eru meiri líkur að hann gefi þér gjafir og hver vill ekki fá skartgripi og töskur af og til?

OFF:

1. Manneskja sem kann ekki að haga sér. Mér finnst sjúklega mikið turn off ef makinn minn kann ekki að haga sér. Til dæmis þegar hann er í glasi eða í margmenni. Ef makinn minn er óþægilegur eða skrítinn í einhverjum aðstæðum verð ég óþægilegur.

2. Þröngsýni. Ef hann er þröngsýnn er hann oftast bara sjúklega leiðinlegur. Ég vil einhvern sem er alltaf til í að skoða allt og til í að flippa og prófa nýja hluti.

3. Fýlar ekki vini mína. Það er ekkert verra en að deita einhvern sem kemur ekki vel saman við vini þína. Þú vilt geta farið út að borða með kæró og vinum þínum og þú vilt geta boðið vinum þínum í heimsókn án þess að andrúmsloftið verði óþægilegt.

4. Ósjálfbjarga. Þegar hann er fullorðinn en samt ósjálfbjarga þá er hann ekki að fara að vera æði. Ég vil að hann geti gert flest allt og ef hann getur ekki eitthvað á hann að redda sér. 

Það eru of margar hindranir og vandamál yfir ævina svo að það er enginn tími til þess að vera ósjálfbjarga. 

5. Matvandur. Ég elska að fara út að borða, prufa nýjan mat og bara borða góðan mat yfir höfuð. Ef makinn þinn er matvandur mun það hafa svo mikil áhrif á hvað þú ert að fara borða heima hjá þér og matvant fólk fýlar oftast ekki að fara út að borða. 

Makamál þakka Patreki kærlega fyrir spjallið og fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Patreki þá er hægt að nálgast Instagrammið hans hér. 


Tengdar fréttir

Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn

Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 

Föðurland: Bundinn fyrir lífstíð, besti díll í heimi

Söngvarinn Sverrir Bergmann og kona hans Kristín Eva, lögfræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun febrúar. Makamál náði tali af nýbakaða föðurnum og fengu að heyra aðeins um nýja hlutverkið og reynsluna sem tilvonandi faðir af meðgöngu og fæðingu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×