Innlent

Innkalla Malt og appelsín dósir vegna glerbrots

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið er nú til ítarlegrar athugunar hjá Ölgerðinni.
Málið er nú til ítarlegrar athugunar hjá Ölgerðinni. Vísir/Vilhelm

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Malt og appelsín í hálfs lítra dósum vegna tilkynningar um glerbrot í slíkri dós.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að atvikið sé nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar, en þar til niðurstaða liggur fyrir hafi verið ákveðið að innkalla dósir sem eru með framleiðsludag 02. nóvember 2020 og best fyrir dagsetningu 02.08.21.

„Viðskiptavinir sem eiga 0,5 L dósir af Malti og Appelsíni, merktar BF 02.08.21, PD 02.11.20, Lotunr. 02L20307015730, er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru,“ segir í tilkynningu Ölgerðarinnar.

Dósirnar sem um ræðir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×