Pokémon safn Kramers er glæsilegt en hann á öll 151 upprunalegu Pokémon spjöldin.
Borussia Mönchengladbach, liðið sem Kramer leikur með, birti mynd af honum með Pokémon safnið sitt á Twitter í gær. Þar mátti sjá Charmander, Charizard, Blastoise og Pikachu í öllu sínu veldi.
Gotta catch 'em all!
— Gladbach (@borussia_en) January 5, 2021
Christoph #Kramer shows off his collection of the original 151 @Pokemon cards #DieFohlen pic.twitter.com/8LpteC00aO
Kramer, sem er 29 ára, hefur leikið með Gladbach síðan 2013. Hann var í tvö ár hjá Gladbach á láni frá Bayer Leverkusen áður en félagið keypti hann 2015.
Kramer og félagar í Gladbach eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Manchester City.
Kramer var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari 2014. Hann byrjaði einn leik á HM í Brasilíu, sjálfan úrslitaleikinn gegn Argentínu. Kramer kom inn í byrjunarliðið fyrir Sami Khedira sem meiddist í upphitun.
Hann þurfti reyndar að fara af velli eftir um hálftíma leik eftir að hafa fengið heilahristing. Seinna sagðist Kramer ekki muna neitt eftir fyrri hálfleiknum í úrslitaleiknum.