Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2021 16:01 Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu. Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu.
Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira