Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 12:59 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar sýndu fram á galla á byssunni Norska lögreglan Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Þetta kemur fram í frétt NRK þar sem farið er yfir niðurstöðu málsins. Þar segir að í raun séu engar beinar vísbendingar uppi um að Gunnar hafi ætlað sér að verða hálfbróður sínum að bana. Hann hljóti hins vegar að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Verjandi Gunnars, Bjørn André Gulstad, lagði mikla áherslu á það við aðalmeðferð málsins að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Í frétt NRK segir að það sé niðurstaða dómsins að það sé vel mögulegt að Gunnar hafi ekki hleypt af byssunni og að skotið hafi hlaupið af þegar Gísli hafi gripið í byssuna til þess að ýta henni frá. Engu að síður sé sterkt orsakasamhengi á milli athafna og hegðunar Gunnars á vettvangi og dauða Gísla. „Sú hætta sem skapaðist af völdum Gunnars var lífshættuleg,“ er haft upp úr dóminum á vef NRK. „Dauði Gísla orsakaðist af hegðun sakborningsins.“ Gulstad staðfestir í samtali við NRK að málinu verði áfrýjað. Hann segir skjólstæðing sinn vera ánægðan með að tekið hafi verið til greina að mögulegt sé að um slysaskot hafi verið að ræða, en hann sé ósáttur við hvernig dómarinn meti orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar víxlaðist nafn Gunnars Þórs og Gísla þannig að skilja mátti að hegðun Gunnars Þórs hefði verið hættuleg, en ekki öfugt. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13 Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Þetta kemur fram í frétt NRK þar sem farið er yfir niðurstöðu málsins. Þar segir að í raun séu engar beinar vísbendingar uppi um að Gunnar hafi ætlað sér að verða hálfbróður sínum að bana. Hann hljóti hins vegar að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Verjandi Gunnars, Bjørn André Gulstad, lagði mikla áherslu á það við aðalmeðferð málsins að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Í frétt NRK segir að það sé niðurstaða dómsins að það sé vel mögulegt að Gunnar hafi ekki hleypt af byssunni og að skotið hafi hlaupið af þegar Gísli hafi gripið í byssuna til þess að ýta henni frá. Engu að síður sé sterkt orsakasamhengi á milli athafna og hegðunar Gunnars á vettvangi og dauða Gísla. „Sú hætta sem skapaðist af völdum Gunnars var lífshættuleg,“ er haft upp úr dóminum á vef NRK. „Dauði Gísla orsakaðist af hegðun sakborningsins.“ Gulstad staðfestir í samtali við NRK að málinu verði áfrýjað. Hann segir skjólstæðing sinn vera ánægðan með að tekið hafi verið til greina að mögulegt sé að um slysaskot hafi verið að ræða, en hann sé ósáttur við hvernig dómarinn meti orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar víxlaðist nafn Gunnars Þórs og Gísla þannig að skilja mátti að hegðun Gunnars Þórs hefði verið hættuleg, en ekki öfugt. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13 Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13
Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23