Spillti bóluefninu því hann taldi það breyta erfðaefni manna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 22:37 Steven Brandenburg spillti bóluefni sem talið er að hefði dugað fyrir minnst fimm hundruð manns. AP/Ozaukee County Sheriff Lyfjafræðingur í Wisconsin í Bandaríkjunum, sem eyðilagði hundruð skammta af bóluefni Moderna við Covid-19, sagðist í samtali við lögreglu sannfærður um það að bóluefnið við veirunni breytti erfðaefni manna. Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Þá væri hann handviss um að heimurinn væri að farast. Þetta kemur fram í dómsgögnum sem birt voru í dag og fréttastofa AP greinir frá. Steven Brandenburg, lyfjafræðingur í Grafton í Wisconsin, var handtekinn í síðustu viku. Tilefni handtökunnar voru 57 glös af bóluefni Moderna sem skilin höfðu verið eftir í stofuhita í tvær nætur en geyma þarf efnið við tuttugu gráðu frost. Sérfræðingar segja að glösin hafi innihaldið skammta fyrir minnst 500 manns. Að sögn Adams Gerol, saksóknara í Ozaukee héraði, hefur Brandenburg verið undir miklu álagi undanfarið en hann gangi þessa dagana í gegn um skilnað. Þá bar starfsmaður í apótekinu, sem Brandenburg vann í, vitni fyrir dómnum og sagði að Brandenburg hefði tekið byssu til vinnu minnst tvisvar sinnum. Taldi stjórnvöld vinna gegn almenningi Að sögn rannsóknaraðila er Brandenburg einnig þekktur samsæriskenningasmiður en hann sagði rannsakendum meðal annars að bóluefnið breytti erfðaefni manna. Sú kenning er meðal þeirra fyrstu samsæriskenninga sem upp spruttu um Covid-19 bóluefni en samkvæmt frétt AP er nokkuð mikið um þær. Sérfræðingar hafa sagt að þessar hugmyndir, að bóluefnið breyti erfðaefni, séu úr lausu lofti gripnar. Brandenburg er sagður hafa játað að hafa skilið bóluefnaskammtana eftir við stofuhita, aðfaranótt 25. desember og aðfaranótt 26. desember. Starfsmaður í apótekinu fann skammtana úti á borði morguninn 26. desember og til að byrja með hélt Brandenburg því fram að hann hafi gleymt þeim úti á borði eftir að hann tók skammtana út úr kæli til að sækja önnur lyf. Moderna bóluefnið er hægt að nota allt að tólf tímum eftir að það er tekið úr kæli. Starfsmennirnir notuðu því bóluefnið til þess að bólusetja 57 manns áður en í ljós kom að bóluefnið væri ónýtt. Lögregla segir að andvirði bóluefnisins sem fór til spillis sé allt að 11 þúsund dollarar eða um 1,4 milljónir króna. Eiginkona Brandenburgs bar einnig vitni fyrir dómi og sagði hún að hann hafi komið við heima hjá henni þann 6. desember síðastliðinn. Hann hafi þar skilið eftir vatnssíu og tvo þrjátíu daga matarskammta. Hann hafi sagt henni að heimurinn væri að enda og að hún þyrði ekki að horfast í augu við sannleikann. Þá hafi hann sagt að stjórnvöld væru að skipuleggja tölvuárásir til þess að leggja niður rafmagnskerfi.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira