Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2021 22:32 Fé rekið inn í réttir Land- og Holtamanna við Áfangagil í haust eftir smölun af Landmannaafrétti. Réttirnar eru norðan Heklu og einu hálendisréttir landsins. Einar Árnason Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn. Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn.
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50