Erlent

Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tanya Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín sem Bond-stúlkan Stacey Sutton og Midge í þáttunum That 70's Show.
Tanya Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín sem Bond-stúlkan Stacey Sutton og Midge í þáttunum That 70's Show. Getty/Albert L. Ortega

Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ.

Talsmaður Roberts segir að hún hafi farið út að labba með hundana sína á aðfangadagskvöld. Þegar hún kom heim hafi svo liðið yfir hana.

Roberts var flutt á spítala þar sem hún var sett í öndunarvél en að því er segir í frétt TMZ er andlát hennar ekki vegna Covid-19. Dánarorsök liggur þó ekki nánar fyrir en Roberts var við góða heilsu áður en hún lést.

Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show.

Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, mömmu Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna.

Þá var Roberts einnig þekkt fyrir fyrirsætustörf sín. Hún sat meðal annars fyrir í Playboy og lék í fjölda sjónvarpsauglýsinga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.