Fótbolti

Ronaldo bætti markamet Pele

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/Getty

Portúgalska markamaskínan Cristiano Ronaldo var á skotskónum í sigri Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Ronaldo skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Juventus á Udinese en hann hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá ítalska stórveldinu síðan hann gekk í raðir þess frá Real Madrid.

Með tvennunni í gær hefur Ronaldo nú skorað 758 mörk á ferlinum þegar mörk með félagsliði og landsliði eru talin saman.

Brasilíska goðsögnin Pele gerði 757 mörk á sínum glæsta ferli með Santos, NY Cosmos og brasilíska landsliðinu en Ronaldo er þó ekki markahæsti leikmaður sögunnar þó hann hafi farið upp fyrir Pele í gær.

Austurríski Tékkoslóvakinn Josef Bican er enn sá markahæsti en hann gerði 759 mörk á árunum 1931-1955 en ætla má að Ronaldo muni hrifsa metið til sín á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×