Fótbolti

Unnu öruggan sigur þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leao skoraði en Tonali sá rautt.
Leao skoraði en Tonali sá rautt. vísir/Getty

Ekkert fær stöðvað AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið vann öflugan útisigur á Benevento í dag.

Strax á fimmtándu mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu sem Franck Kessie skoraði úr. Eftir hálftíma leik fékk Sandro Tonali, miðjumaður AC Milan, að líta rauða spjaldið.

Manni færri tókst AC Milan að tvöfalda forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar portúgalska ungstirnið Rafael Leao.

Benevento fékk vítaspyrnu eftir klukkutíma leik en Gianluca Caprari brást bogalistin á vítapunktinum.

Lokatölur 0-2 fyrir AC Milan sem hafa eins stigs forystu á toppi deildarinnar.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×