Frá hamfarasvæðinu í Ask.Tor Erik Schroeder/NTB via AP
Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið fjórðu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Um er að ræða þriðju manneskjuna sem finnst látin í dag, en auk þeirra fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í rústunum í gær.
Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins NRK. Þar kemur fram að maðurinn sem fannst í gær hafi heitað Erik Grønolen og verið 31 árs.
Sex er nú saknað og hefur lögreglan birt lista yfir nöfn þeirra. Meðal þeirra sem saknað eru tvö börn, tveggja og þrettán ára.
Enn er leitað að eftirlifendum náttúruhamfaranna í rústunum, meðal annars með hjálp sporhunda. Ráðgert er að leit haldi áfram fram á nótt, eða til klukkan tvö að staðartíma.
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning munu heimsækja Ask á morgun og ræða við fólk sem missti allt sitt í hamförunum.
Leitarhundar hafa fundið lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Roy Alkvist, sem stjórnar leitinni fyrir hönd lögreglu, segir að svo stöddu ekki hægt að veita upplýsingar um aldur eða kyn hins látna.
Björgunaraðilar í Noregi munu stækka leitarsvæðið í sárinu sem leirskriðan við bæinn Ask í Noregi skildi eftir sig í síðustu viku.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.