Fótbolti

Gylfi langlaunahæstur íslenskra knattspyrnumanna - Fær rúmar tvær milljónir á dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er launahæstur íslenskra íþróttamanna um þessar mundir.
Gylfi Þór Sigurðsson er launahæstur íslenskra íþróttamanna um þessar mundir. VÍSIR/GETTY

Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni fá vel greitt fyrir sín störf og það kemur vel í ljós þegar laun íslenskra íþróttamanna fyrir árið 2020 eru skoðuð.

Viðskiptablaðið hefur tekið saman lista yfir 36 launahæstu atvinnumenn Íslands.

Þar er Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í algjörum sérflokki en hann er með 850 milljónir króna í árslaun samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins.

Næstur á eftir honum er annar leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, Jóhann Berg Guðmundsson sem leikur fyrir Burnley og fær um 350 milljónir króna í laun á ári. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem leikur fyrir Al Arabi í Katar, fær um 280 milljónir króna á ári og Alfreð Finnbogason, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Augsburg, er næstur á lista með 270 milljónir króna í árslaun.

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson tók stórt stökk á listanum í sumar þegar hann samdi við enska stórliðið Arsenal en það færir honum 220 milljónir króna í árslaun, samanborið við að vera með 60 milljónir í árslaun hjá fyrrum vinnuveitanda sínum, franska úrvalsdeildarliðinu Dijon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×