Fótbolti

Sænsku meistararnir hættar við að hætta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrir leik Gautaborgar og Man City á dögunum.
Fyrir leik Gautaborgar og Man City á dögunum. vísir/Getty

Sænska meistaraliðið Kopparbergs/Gautaborg mun tefla fram liði í Damallsvenskan og Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Á dögunum var greint frá því að vegna fjárhagsaðstæðna þyrfti að leggja félagið niður. Var ákvörðunin tekin þann 17.desember síðastliðinn og tilkynnt leikmönnum þann 29.desember síðastliðinn. Skömmu áður hafði félagið tryggt sér frækinn sigur í deildinni.

Kopparbergs/Gautaborg hefur verið rekið sem sjálfstætt félag eingöngu með kvennalið en forsvarsmenn félagsins töldu að ekki væri hægt að tryggja framtíð félagsins nema með því að sameinast félagi á svæðinu sem væri með karlalið.

Þróunin í evrópskum kvennafótbolta hefur verið hröð á undanförnum árum og hafa nær öll stærstu knattspyrnufélög álfunnar sett aukinn metnað í kvennaliðin sín á síðustu árum. Þar sem ekki náðust samningar við önnur fótboltalið í Gautaborg var tekin ákvörðun um að leggja liðið niður.

Þótti það skjóta skökku við svo skömmu eftir magnaðan árangur liðsins í deildinni. Í yfirlýsingu félagsins á Gamlársdag segir að í kjölfar fréttanna hafi fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sett sig í samband við félagið sem hafi leitt til þess að ákvörðunin um að leggja félagið niður hafi verið dregin til baka um sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.