Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 18:59 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþingi þar sem segir að upplýsingabeiðnin sé liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Kristján Þór sagðist árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu. Nefndin hefur nú óskað eftir skriflegri greinargerð frá ráðuneytinu með upplýsingum um eftirfarandi atriði: Hvort og þá með hvaða hætti reynt hafi á hæfi ráðherra, á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum er tengjast Samherja og/eða tengdum aðilum. Hvernig hæfi ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er metið, verkferla og verklag, m.t.t. skráðra sem og óskráðra hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Hvaða lög/lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra og mati á tengdum aðilum. Hefur ráðuneytið frest til 17. janúar næstkomandi til að skila greinargerðinni. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. 16. desember 2019 19:27 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþingi þar sem segir að upplýsingabeiðnin sé liður í fumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Kristján Þór sagðist árið 2017 að hann myndi meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja. Hann var stjórnarmaður í fimm ár hjá fyrirtækinu og hefur í tvígang þegið fjárhagslegan styrk frá Samherja í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu. Nefndin hefur nú óskað eftir skriflegri greinargerð frá ráðuneytinu með upplýsingum um eftirfarandi atriði: Hvort og þá með hvaða hætti reynt hafi á hæfi ráðherra, á starfstíma ríkisstjórnarinnar, í málum er tengjast Samherja og/eða tengdum aðilum. Hvernig hæfi ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er metið, verkferla og verklag, m.t.t. skráðra sem og óskráðra hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Hvaða lög/lagaákvæði liggja til grundvallar mati á hæfi ráðherra og mati á tengdum aðilum. Hefur ráðuneytið frest til 17. janúar næstkomandi til að skila greinargerðinni.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. 16. desember 2019 19:27 Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30 „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. 16. desember 2019 19:27
Samþykktu upplýsingabeiðni vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem varðar frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar. 17. desember 2019 14:30
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39