Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:27 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39