Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2016 18:39 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira