Enski boltinn

Martinez kærður fyrir ummæli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir ummæli sín eftir tap liðsins fyrir Manchester United um miðjan mánuðinn.

Martinez var óánægður með að United hafi fengið vítaspyrnu sem var dæmt strax á fyrstu minútu leiksins. Michael Oliver var dómari leiksins og sagði Martinez að dómarar væru viljugri að dæma stóru félögunum í hag.

„Meðaltalsreglan segir manni að rangar ákvarðanir dómara ættu að falla manni stundum í hag," sagði Martinez. „En svo virðist að í sumum leikjum virðist það aldrei vera tilfellið."

Martinez hefur frest til morgundags til að svara kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×