Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:15 Þýskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast frá Nýja-Sjálandi í byrjun apríl þegar faraldurinn var í hámarki í landinu. Kai Schwoerer/Getty Images Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum. Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum.
Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira