Gengi Michael Owen í enska boltanum hvatti Aguero til dáða sem man enn eftir markinu magnaða á HM 1998 Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:00 Létt yfir Sergio Aguero. Getty/ Michael Regan Sergio Aguero, framherji Englandsmeistara Manchester City, segir að hann hafi litið mikið upp til Michael Owen á sínum yngri árum og segist muna eftir mögnuðu marki sem Owen skoraði á HM 1998. Aguero er fjórði markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Englands eftir að hafa slegið í gegn hjá Atletico Madrid á Spáni. Það var þó Michael Owen sem heillaði Aguero á sínum yngri árum. „Þegar ég var lítill þá leit ég upp til Michael Owen. Ég hef alltaf sagt það. Líka í bókinni minni. Mér líkaði vel við hann því hann var lítill og var númer tíu, eins og ég var og hann var framherji,“ sagði Aguero og hélt áfram: „Svo ég sagði við sjálfan mig að ef hann getur gert svona vel í ensku úrvalsdeildinni þá get ég það líka. Hugsaðu þér að ég var bara krakki þarna. Ég var níu eða tíu ára gamall.“ "I looked up to Michael Owen, I was watching him at the 98 World Cup and he scored this amazing goal" Sergio Aguero telling Thierry Henry what inspired him to play in the Premier League pic.twitter.com/wqw9IL0IJP— Football Daily (@footballdaily) May 4, 2020 Aguero man eftir því þegar Owen skoraði algjörlega frábært mark gegn Argentínu á HM 1998 en hann sólaði þá hvern Argentínumanninn á fætur öðrum. England tapaði þó leiknum í vítaspyrnukeppni. „Þetta var 1997/1998/1998. Hann skoraði magnað mark með Englandi. Ég var strákur og þegar ég sá þetta trúði ég ekki mínum eigin augum. Ég var að horfa á HM hjá nágrönnunum og ég sagði við alla að ég elskaði Owen,“ sagði Aguero. Aguero hefur skorað 180 mörk í ensku úrvalsdeildinni en Owen er 30 mörkum á eftir Argentínumanninum. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Sergio Aguero, framherji Englandsmeistara Manchester City, segir að hann hafi litið mikið upp til Michael Owen á sínum yngri árum og segist muna eftir mögnuðu marki sem Owen skoraði á HM 1998. Aguero er fjórði markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Englands eftir að hafa slegið í gegn hjá Atletico Madrid á Spáni. Það var þó Michael Owen sem heillaði Aguero á sínum yngri árum. „Þegar ég var lítill þá leit ég upp til Michael Owen. Ég hef alltaf sagt það. Líka í bókinni minni. Mér líkaði vel við hann því hann var lítill og var númer tíu, eins og ég var og hann var framherji,“ sagði Aguero og hélt áfram: „Svo ég sagði við sjálfan mig að ef hann getur gert svona vel í ensku úrvalsdeildinni þá get ég það líka. Hugsaðu þér að ég var bara krakki þarna. Ég var níu eða tíu ára gamall.“ "I looked up to Michael Owen, I was watching him at the 98 World Cup and he scored this amazing goal" Sergio Aguero telling Thierry Henry what inspired him to play in the Premier League pic.twitter.com/wqw9IL0IJP— Football Daily (@footballdaily) May 4, 2020 Aguero man eftir því þegar Owen skoraði algjörlega frábært mark gegn Argentínu á HM 1998 en hann sólaði þá hvern Argentínumanninn á fætur öðrum. England tapaði þó leiknum í vítaspyrnukeppni. „Þetta var 1997/1998/1998. Hann skoraði magnað mark með Englandi. Ég var strákur og þegar ég sá þetta trúði ég ekki mínum eigin augum. Ég var að horfa á HM hjá nágrönnunum og ég sagði við alla að ég elskaði Owen,“ sagði Aguero. Aguero hefur skorað 180 mörk í ensku úrvalsdeildinni en Owen er 30 mörkum á eftir Argentínumanninum.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira