Fótbolti

„Frábær tími hjá Barcelona en Arsenal á stað í hjarta mínu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thierry Henry fagnar marki með Arsene Wenger.
Thierry Henry fagnar marki með Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty

Það var alvöru spekingaspjall á Instagram í gær er þeir Thierry Henry og Sergio Aguero fóru yfir stöðuna. Þeir eru báðir samningsbundnir Puma og þetta var hluti af herferð fatamerkisins.

Aguero og Henry fóru um víðan völl en meðal þess sem þeir ræddu var munurinn að spila með Arsenal og Barcelona en Henry lék með báðum liðum. Hann lék með Arsenal frá 1999 ti 2007 og svo Barcelona frá 2007 til 2010.

„Hjá Arsenal þá gat ég farið þar sem ég vildi. Eins og þú gerðir þegar þú spilaðir með Diego Forlan. Það var mun auðveldara fyrir mig hjá Arsenal en hjá Barcelona, því ég hafði Bergkamp og Kanu. Þeir njóta þess að vera miðsvæðis sem gaf leyfi mér til að falla aftar á völlinn og fara til hægri og vinstri,“ sagði Henry og hélt áfram:

„Þegar ég var hjá Arsenal þá hélt ég að ég myndi aldrei yfirgefa félagið en ég gerði það fyrir Barcelona. Þar var annar leikstíll og ég þurfti að læra hvernig átti að spila þann fótbolta.“

„Ég kom til Barcelona og Rijkaard bad mig um að halda mig uti á vinstri kantinum og svo kom Pep. Hann er magnaður stjóri og er er einn af okkar fremstu en hann kröfuharður, ákafur og þetta er eins að spila skák með honum.“

„Þetta var öðruvísi leikur og svo aðlagaðist ég. Árið 2009 þá unnum við allt sem var hægt að vinna. Þetta var frábær tími en eins og þú veist þá á Arsenal stað í hjarta mínu,“ sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×