Hátt í áttatíu Íslendingar væntanlegir frá Veróna á laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 22:15 Mikil hundslappadrífa tók á móti Íslendingunum sem komu frá Veróna í gær. Stöð 2 Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55