Enski boltinn

Balotelli: Þetta er fokking kaldasta borg sem ég hef spilað í

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli rann til í besta færi sínu í leiknum.
Mario Balotelli rann til í besta færi sínu í leiknum. vísir/afp
Mario Balotelli komst ekki á blað þegar Liverpool vann Sunderland, 1-0, í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á laugardaginn, en ítalski framherjinn á enn eftir að skora fyrir liðið í deildinni.

Hann kom inn á í seinni hálfleik og komst í gott færi eftir að fífla John O'Shea upp úr skónum, en rann til áður en hann fékk tækifæri til að skjóta að marki.

Sjá einnig:Liverpool lagði Sunderland | Sjáið markið

Balotelli var ekkert sérstaklega ánægður með veðrið í Sunderland, ef marka má frétt Daily Mail, en Ítalinn á að hafa sagt þegar hann gekk af velli: „Þetta er fokking kaldasta borg sem ég hef fokking spilað í.“

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, kom til liðsins frá Sunderland og viðurkennir að hann hafi ekki varað liðsfélaga sinn við veðrið í norðaustur hluta Englands.

„Ég varaði Balotelli ekki við því hversu kalt það yrði þarna því þá hefði hann haft áhyggjur af því fyrir leik,“ sagði Mignolet.

„Það var svo sannarlega kalt og mikið rok. Eftir leikinn gat hann þó brosað yfir þremur stigum unnum eins og við hinir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×