Enski boltinn

Liverpool lagði Sunderland | Sjáið markið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Markovic skorar
Markovic skorar Vísir/Getty
Liverpool lagði Sunderland 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í hádegisleik dagsins á Leikvangi Ljóssins í Sunderland.

Lazar Markovic skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu en Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum og fékk færi til að tryggja sér stærri sigur.

Á fjórðu mínútu seinni hálfleiks fékk Liam Bridcutt að líta sitt annað gula spjald en Liverpool náði ekki að nýta liðsmuninn til að skora fleiri mörk.

Liverpool er áfram í áttunda sæti. Liðið er með 32 stig í 21 leik. Sunderland er í 14. sæti með 20 stig.

Markovic kemur Liverpool yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×