Innlent

Börn kennara fá ekki pláss á leikskólanum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skólanefnd Akureyrar  tók ekki undir með deildarstjóra á leikskóla.
Skólanefnd Akureyrar tók ekki undir með deildarstjóra á leikskóla. Fréttablaðið/Pjetur
Deildarstjóri í leikskólanum Naustatjörn á Akureyri gagnrýnir þá reglu að börn starfsmanna fá ekki pláss í leikskólanum og óskaði eftir því að skólanefnd bæjarins fjallaði um réttmæti þeirrar reglu.

„Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við þá reglu sem hér um ræðir enda hefur verið sýnt fram á að hún brýtur ekki í bága við lög og almennar reglur um starfsmannamál,“ bókaði skólanefndin eftir að fundað hafði verið með deildarstjóranum til að leita lausna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×