Innlent

„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.  Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra segir úthald ríkissjóðs  ekki takmarkalaust. Nú stefni í allt 300 milljarða króna halla vegna aðgerða stjórnvalda og tekjufalls vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.

Ríkisstjórnin hefur í þrígang tilkynnt um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldurins og útilokar ekki frekari aðgerðir. Það eru margir sem horfa nú til ríkissjóðs, atvinnulíf, hið opinbera, sveitarfélög og heimilin í landinu. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjóðurinn sé ekki takmarkalaus.

„Úthald ríkissjóðs er ekki takmarkalaust og við stefnum í mikinn halla. Það hefur verið talað um halla uppá 250-300 milljarða króna halla sem er mikill halli. Staðan er hins vegar sú að við vorum efnahagslega vel í stakk búin til að takast á við þetta. Þá erum við í sömu stöðu og öll löndin í kringum okkur sem er ólíkt því sem var þegar fjármálakreppan reið yfir fyrir tíu árum. Það breytir því hins vegar ekki að úthaldið er ekki takmarkalaust og það þarf að tryggja að þær árangur sem við ráðumst beri tilætlaðan árangur,“ segir Katrín.  

Katrín segir að framtíðarhalli á ríkissjóði sé tilkominn vegna tveggja meginþátta.

„Sá halli sem verður á ríkissjóði sem er auðvitað ekki ennþá ljóst hver verður snýst fyrst og fremst um aukinn útgjöld og tekjufall,“ segir Katrín. 

Katrín var á Sprengisandi í morgun spurð að því að því hvort að aðgerðir ríkisstjórnarinnar felist ekki aðallega í að fyrirtæki geti frestað greiðslum en þau fái ekki beina fjárhagsaðstoð. 

„Það eru nýir fjármunir í nýsköpuninni. Það liggur þungi í frestun á greiðslum en það má ekki gleyma því að ráðist var í sérstakar aðgerðir svo að bankakerfið geti stutt atvinnulífið í gegnum þetta. Bankarnir eru í beinu sambandi við fyrirtækin og þekkja þeirra efnahagsreikninga og þeirra stöðu.  Það má ekki bara horfa á umfang aðgerða  eingöngu út frá ríkisútgjöldum heldur þurfum við að horfa á þær út frá stóru myndinni. Það er verið að veita fjármálafyrirtækjum mikið svigrúm það er búið að aflétta sveiflujöfnunarauka, létta eiginfjárkröfum á fjármálafyrirtæki og flýta lækkun bankaskatts  “ segir Katrín. 


Tengdar fréttir

Katrín ætlar að ávarpa þjóðina

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×