Innlent

Katrín ætlar að ávarpa þjóðina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi í Safnahúsinu á dögunum þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunar voru kynntar.
Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi í Safnahúsinu á dögunum þar sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunar voru kynntar. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að flytja ávarp til þjóðarinnar annað kvöld. Þar ætlar hún að ræða kórónuveiruna, afleiðingar hennar og stöðu mála.

Ávarpið verður sýnt í Ríkissjónvarpinu en Vísir stefnir sömuleiðis á að streyma ávarpinu. Athygli vekur að Katrín ávarpar þjóðina í sjónvarpi enda ekki á hverjum degi sem forsætisráðherra gerir það ef frá eru talin árleg áramótaávörp.

Blaðamann rekur ekki minni til þess að forsætisráðherra hafi ávarpað þjóðina í sjónvarpi síðan Geir Haarde gerði það í október 2008 og bað Guð um að blessa Íslands.

Samkvæmt heimildum Vísis er ekki sérstakra tíðinda að vænta í ávarpi Katrínar í anda aðgerðarpakka stjórnvalda sem kynntir hafa verið á blaðamannafundum undanfarnar vikur.

Samkomubann verður rýmkað á mánudag þegar fimmtíu manns munu mega vera saman í rými en ekki tutttugu eins og nú er. Leik- og grunnskólar taka til starfa með eðlilegum hætti og sömuleiðis hefjast á ný íþróttaæfingar barna.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að opnun sundlauga yrði í næsta aðgerðarpakka. Til skoðunar væri að opna á sundlaugaferðir fyrr en það yrði rætt á fundi á mánudag.

„Ég vildi gjarnan geta komist í sund á eftir,“ sagði Víðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×