Innlent

Katrín segir mikil­vægt að fólk haldi á­fram að gæta sín

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. Á morgun hefst hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum landsins og þá verða framhalds- og háskólar aftur opnaðir.

Íþróttastarf barna verður eins og áður var og án takmarkanna. Einnig verður á ný heimilt að veita ýmsa þjónustu, líkt og á hárgreiðslu-, nudd- og snyrtistofum. Þá verða gerðar tilslakanir á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum og geta aðstandendur frá og með morgundeginum heimsótt ástvini sína, en þó með ströngum skilyrðum og má aðeins einn í einu koma í heimsókn.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða hins vegar áfram lokaðar og tveggja metra reglan gildir einnig áfram. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín.

„Það er mjög mikilvægt að við göngum hægt um þessar gleðidyr. Það skiptir máli að við höldum áfram að vera á varðbergi af því að þó að kúfurinn sé að baki erum við ekki búin að vinna stríðið.“

„Við erum enn á þeim stað að ekki er búið að þróa lyf eða bóluefni við þessum vírusi þannig að við þurfum að halda áfram að gæta okkar. Hins vegar held ég að þetta muni vera mjög jákvætt skref að aðeins að fá að draga andann léttar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×