Viðar Örn: Mér var kennt um allt saman Tóams Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 17:45 Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir liðið í deild og bikar en hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur í nágrannaslag gegn Hapoel Tel Aviv í fyrradag. Selfyssingurinn markheppni komst í gegnum slæman mánuð þar sem hann skoraði ekkert en á sama tíma gekk liðinu illa. Sjóðheitir stuðningsmenn liðsins höfðu engan húmor fyrir þessu gengi liðsins og markaleysi íslenska landsliðsmannsins. Skuldinni var skellt á hann í fjölmiðlum. „Það koma alltaf einhverjar lægðir hjá framherjum og þá er allt ómögulegt og manni líður ekkert rosalega vel. Þetta voru einhverjir þrír til fjórir leikir þar sem liðið bara skoraði ekki. Við unnum ekki neinn af þessum leikjum og það var allt ómögulegt,“ segir Viðar Örn í viðtali í Akraborginni á X977. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur. Ég er farinn að skora aftur og þá líður manni alltaf betur. Þetta lítur betur út núna,“ segir Viðar Örn.Talað niður til mín Viðar Örn var markakóngur í Noregi þegar hann spilaði með Vålerenga og fékk silfurskóinn í Svíþjóð þegar hann spilaði með Malmö þó aðeins hálfa leiktíð í fyrra. Væntingarnar sem gerðar voru til hans voru miklar en hann væri þó til í aðeins meiri sanngirni í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er frekar pirrandi. Ég kem hingað sem dýrasti leikmaður sem hefur verið keyptur til Ísrael og fyrstu mánuðina gekk allt mjög vel. Það var allt í blóma en svo kom einn mánuður sem var frekar slappur hjá mér og liðinu. Þá varð allt brjálað og ég sagður flopp og lélegur,“ segir Viðar Örn. „Það var talað frekar niður til mín í fjölmiðlum sem leikmanns en svo allt í einu skora ég eitt mark og svo er maður búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum. Þá ertu orðinn voða góður aftur. Þetta er líf framherjans, það eru skin og skúrir.“ „Þetta gerðist líka í Malmö þar sem ég skoraði ekki í fyrstu fimm eða sex deildarleikjunum. Þá var alveg búið að afskrifa mig. Stundum er þetta ekkert bara í höndum framherjans. Maður verður að fá sendingar og maður verður að venjast liðsfélögum. Það er ekkert alltaf sem maður getur bara fengið boltann, farið framhjá þremur og skorað auðveldlega,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir liðið í deild og bikar en hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur í nágrannaslag gegn Hapoel Tel Aviv í fyrradag. Selfyssingurinn markheppni komst í gegnum slæman mánuð þar sem hann skoraði ekkert en á sama tíma gekk liðinu illa. Sjóðheitir stuðningsmenn liðsins höfðu engan húmor fyrir þessu gengi liðsins og markaleysi íslenska landsliðsmannsins. Skuldinni var skellt á hann í fjölmiðlum. „Það koma alltaf einhverjar lægðir hjá framherjum og þá er allt ómögulegt og manni líður ekkert rosalega vel. Þetta voru einhverjir þrír til fjórir leikir þar sem liðið bara skoraði ekki. Við unnum ekki neinn af þessum leikjum og það var allt ómögulegt,“ segir Viðar Örn í viðtali í Akraborginni á X977. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur. Ég er farinn að skora aftur og þá líður manni alltaf betur. Þetta lítur betur út núna,“ segir Viðar Örn.Talað niður til mín Viðar Örn var markakóngur í Noregi þegar hann spilaði með Vålerenga og fékk silfurskóinn í Svíþjóð þegar hann spilaði með Malmö þó aðeins hálfa leiktíð í fyrra. Væntingarnar sem gerðar voru til hans voru miklar en hann væri þó til í aðeins meiri sanngirni í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er frekar pirrandi. Ég kem hingað sem dýrasti leikmaður sem hefur verið keyptur til Ísrael og fyrstu mánuðina gekk allt mjög vel. Það var allt í blóma en svo kom einn mánuður sem var frekar slappur hjá mér og liðinu. Þá varð allt brjálað og ég sagður flopp og lélegur,“ segir Viðar Örn. „Það var talað frekar niður til mín í fjölmiðlum sem leikmanns en svo allt í einu skora ég eitt mark og svo er maður búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum. Þá ertu orðinn voða góður aftur. Þetta er líf framherjans, það eru skin og skúrir.“ „Þetta gerðist líka í Malmö þar sem ég skoraði ekki í fyrstu fimm eða sex deildarleikjunum. Þá var alveg búið að afskrifa mig. Stundum er þetta ekkert bara í höndum framherjans. Maður verður að fá sendingar og maður verður að venjast liðsfélögum. Það er ekkert alltaf sem maður getur bara fengið boltann, farið framhjá þremur og skorað auðveldlega,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira