Viðar Örn: Mér var kennt um allt saman Tóams Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 17:45 Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir liðið í deild og bikar en hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur í nágrannaslag gegn Hapoel Tel Aviv í fyrradag. Selfyssingurinn markheppni komst í gegnum slæman mánuð þar sem hann skoraði ekkert en á sama tíma gekk liðinu illa. Sjóðheitir stuðningsmenn liðsins höfðu engan húmor fyrir þessu gengi liðsins og markaleysi íslenska landsliðsmannsins. Skuldinni var skellt á hann í fjölmiðlum. „Það koma alltaf einhverjar lægðir hjá framherjum og þá er allt ómögulegt og manni líður ekkert rosalega vel. Þetta voru einhverjir þrír til fjórir leikir þar sem liðið bara skoraði ekki. Við unnum ekki neinn af þessum leikjum og það var allt ómögulegt,“ segir Viðar Örn í viðtali í Akraborginni á X977. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur. Ég er farinn að skora aftur og þá líður manni alltaf betur. Þetta lítur betur út núna,“ segir Viðar Örn.Talað niður til mín Viðar Örn var markakóngur í Noregi þegar hann spilaði með Vålerenga og fékk silfurskóinn í Svíþjóð þegar hann spilaði með Malmö þó aðeins hálfa leiktíð í fyrra. Væntingarnar sem gerðar voru til hans voru miklar en hann væri þó til í aðeins meiri sanngirni í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er frekar pirrandi. Ég kem hingað sem dýrasti leikmaður sem hefur verið keyptur til Ísrael og fyrstu mánuðina gekk allt mjög vel. Það var allt í blóma en svo kom einn mánuður sem var frekar slappur hjá mér og liðinu. Þá varð allt brjálað og ég sagður flopp og lélegur,“ segir Viðar Örn. „Það var talað frekar niður til mín í fjölmiðlum sem leikmanns en svo allt í einu skora ég eitt mark og svo er maður búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum. Þá ertu orðinn voða góður aftur. Þetta er líf framherjans, það eru skin og skúrir.“ „Þetta gerðist líka í Malmö þar sem ég skoraði ekki í fyrstu fimm eða sex deildarleikjunum. Þá var alveg búið að afskrifa mig. Stundum er þetta ekkert bara í höndum framherjans. Maður verður að fá sendingar og maður verður að venjast liðsfélögum. Það er ekkert alltaf sem maður getur bara fengið boltann, farið framhjá þremur og skorað auðveldlega,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir liðið í deild og bikar en hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur í nágrannaslag gegn Hapoel Tel Aviv í fyrradag. Selfyssingurinn markheppni komst í gegnum slæman mánuð þar sem hann skoraði ekkert en á sama tíma gekk liðinu illa. Sjóðheitir stuðningsmenn liðsins höfðu engan húmor fyrir þessu gengi liðsins og markaleysi íslenska landsliðsmannsins. Skuldinni var skellt á hann í fjölmiðlum. „Það koma alltaf einhverjar lægðir hjá framherjum og þá er allt ómögulegt og manni líður ekkert rosalega vel. Þetta voru einhverjir þrír til fjórir leikir þar sem liðið bara skoraði ekki. Við unnum ekki neinn af þessum leikjum og það var allt ómögulegt,“ segir Viðar Örn í viðtali í Akraborginni á X977. „Það var þvílík pressa á okkur og stuðningsmennirnir voru á móti okkur. Þetta endaði með því að þjálfarinn var rekinn. Fjölmiðlarnir á svæðinu kenndu mér um þetta allt saman. Þetta var nú samt þannig að í þessum leikjum fékk ég varla færi. Þetta var bara í hausnum á okkur en undanfarið hefur þetta lagast og við erum farnir að vinna leiki aftur. Ég er farinn að skora aftur og þá líður manni alltaf betur. Þetta lítur betur út núna,“ segir Viðar Örn.Talað niður til mín Viðar Örn var markakóngur í Noregi þegar hann spilaði með Vålerenga og fékk silfurskóinn í Svíþjóð þegar hann spilaði með Malmö þó aðeins hálfa leiktíð í fyrra. Væntingarnar sem gerðar voru til hans voru miklar en hann væri þó til í aðeins meiri sanngirni í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er frekar pirrandi. Ég kem hingað sem dýrasti leikmaður sem hefur verið keyptur til Ísrael og fyrstu mánuðina gekk allt mjög vel. Það var allt í blóma en svo kom einn mánuður sem var frekar slappur hjá mér og liðinu. Þá varð allt brjálað og ég sagður flopp og lélegur,“ segir Viðar Örn. „Það var talað frekar niður til mín í fjölmiðlum sem leikmanns en svo allt í einu skora ég eitt mark og svo er maður búinn að skora fimm mörk í fimm leikjum. Þá ertu orðinn voða góður aftur. Þetta er líf framherjans, það eru skin og skúrir.“ „Þetta gerðist líka í Malmö þar sem ég skoraði ekki í fyrstu fimm eða sex deildarleikjunum. Þá var alveg búið að afskrifa mig. Stundum er þetta ekkert bara í höndum framherjans. Maður verður að fá sendingar og maður verður að venjast liðsfélögum. Það er ekkert alltaf sem maður getur bara fengið boltann, farið framhjá þremur og skorað auðveldlega,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira