Segist kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:45 Atvikið átti sér stað í Bankastræti um helgina. Mynd er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00
Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30