Innlent

Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur farið yfir myndefni af handtökunni.
Lögregla hefur farið yfir myndefni af handtökunni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það.Þetta kemur fram í yfirlýsingu lögreglu vegna umfjöllunar um mál mannsins.Maðurinn var að taka upp  handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina. Myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7.Samkvæmt skoðun læknis brotnaði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Alls brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Í tilkynningu frá lögreglu segir að upphaf málsins hafi verið var um hálffimmleytið í fyrrinótt, en þá hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti í Reykjavík sem höfðu brotist þar út og var maðurinn og þrír aðrir handteknir á vettvangi.„Vegna frétta í fjölmiðlum í dag um handtöku ungs manns og lýsingu á tilurð áverka á honum, m.a. brotnar tennur og hugsanlegt kjálkabrot, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi verður ekki annað ráðið en áverkir mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og staðfestir myndefnið það,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.