Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 17:04 Á kortinu má sjá staðsetningu Polar Nanoq og Triton og nálægð skipanna við íslenska landhelgi. vísir/garðar Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent