Íslensk lögregluyfirvöld mega ekki fara í aðgerðir í Polar Nanoq utan landhelgi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 17:04 Á kortinu má sjá staðsetningu Polar Nanoq og Triton og nálægð skipanna við íslenska landhelgi. vísir/garðar Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er kominn í námunda við íslenska landhelgi en áætlað er að hann komi til hafnar í Hafnarfirði um klukkan 23 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjóra þar. Togarinn er á leið til landsins þar sem grunur leikur á því að skipverjar um borð kunni að hafa upplýsingar um ferðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Íslensk yfirvöld óskuðu í gær eftir aðstoð danska herskipsins Triton sem var skammt utan landhelgi Íslands um kvöldmatarleytið í gær. Síðan þá hefur ekki verið hægt að staðsetja skipið.Triton haft nægan tíma til að fara til móts við Polar Nanoq Um 18 klukkustundir eru síðan Polar Nanoq sneri við og hélt af stað áleiðis til Íslands. Um klukkan 15:30 í dag var hann á um tólf hnúta hraða* samkvæmt skipastaðsetningarforritinu FindShip Pro. Klukkan 17:05 hafði togarinn ekki færst úr stað samkvæmt forritinu og var enn á sama hniti og einum og hálfum tíma fyrr. Eins og sést á kortinu hér að ofan er togarinn enn utan landhelgi Íslands. Landhelgin er afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu sem dregin er á milli 38 staða sem tilgreindir eru í lögum landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Samkvæmt lögum og alþjóðasamningum mega íslensk yfirvöld ekki fara um borð í Polar Nanoq til að handtaka menn, framkvæma leit eða aðrar aðgerðir fyrr en skipið er komið inn í íslenska landhelgi eða ef fánaríki skipsins heimilar slíkt. Auk þess getur skipstjórinn heimilað að íslensk löggæsluyfirvöld fari um borð.Óljóst hvort og hversu margir sérsveitarmenn eru um borð í Triton Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að íslenskir sérsveitarmenn hafi í gær farið með þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Í hádeginu í dag fór þyrlan svo aftur af stað með sérsveitarmenn frá Reykjavíkurflugvelli en ekkert fæst uppgefið um ferðir þyrlunnar. Hún lenti svo aftur í Reykjavík klukkan 14:13 en farið var með þyrluna beint inn í flugskýli án þess að nokkur færi frá borði. Engar upplýsingar liggja því fyrir hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið til baka með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Þá hefur lögregla ekki viljað veita neinar upplýsingar um rannsókn málsins eða mögulegar aðgerðir sínar á hafi úti. *Einn hnútur svarar til einnar sjómílu sem er 1,85 kílómetrar. Skip sem siglir á tólf hnúta hraða fer tólf sjómílur á klukkustund eða sem svarar til um 22 kílómetra á klukkustund. Fréttin var uppfærð klukkan 17:21 með nýjustu upplýsingum um staðsetningu grænlenska togarans. Fréttin var uppfærð klukkan 18:13. Fyrirsögninni var breytt og uppfærð með upplýsingum er varða hvað íslensk lögregluyfirvöld mega gera varðandi Polar Nanoq, en ekki almennt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36