Enski boltinn

Ferguson misskildi spurningu blaðamanns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson segir að það sé ekkert hæft í fréttum um að Dimitar Berbatov sé á leið frá Manchester United. Hann hafi í raun misskilið spurningu fransks blaðamanns sem spurði um Berbatov í vikunni.

Ferguson ræddi við blaðamenn eftir leik United gegn Marseille í vikunni og var spurður hvort að mögulegt væri að Berbatov væri á leið til Paris St. Germain.

„Já, af hverju ekki?“ var svarið sem Ferguson gaf. Hann hefur nú leiðrétt sig. „Ég hélt að hún væri að spyrja um möguleika okkar á tímabilinu,“ sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„En þetta er þvættingur. Það er ekkert hæft í þessu,“ sagði hann enn fremur.

Talið er líklegt að Berbatov muni spila með Wayne Rooney í fremstu víglínu United gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á morgun. Javier Hernandez verður ekki með vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×