Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2014 13:06 Málsmeðferð Tony Omos í innanríkisráðuneytinu olli því að fjöldi fólks mótmælti fyrir framan ráðuneytið fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag. Lekamálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag.
Lekamálið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira