Enski boltinn

Spánverjar skoruðu hvað eftir annað í tómt mark í auðveldum sigri á Tékkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Jorge Maqueda brýst í gegnum tékknesku vörnina í dag.
Spánverjinn Jorge Maqueda brýst í gegnum tékknesku vörnina í dag. Getty/Martin Rose

Evrópumeistarar Spánverja unnu sex marka sigur á Tékkum, 31-25, í fyrsta leik sínum í milliriðli en keppni í hinum milliriðlinum hófst í Vínarborg í kvöld.

Ángel Fernández og Alex Dujshebaev voru markahæstur í spænska liðinu með fimm mörk hvor en Gonzalo Pérez de Vargas markvörðurinn var valinn besti leikmaður vallarins. Vargas varði vel frá Tékkum og skoraði líka eitt mark sjálfur.

Spænska liðið spilaði frábæra vörn og refsaði Tékkunum hvað eftir annað með því að skora í tómt markið í hraðaupphlaupum.

Tékkar bitu aðeins frá sér og komust í 8-7 eftir fimm mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik. Spánverjar svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru síðan komnir með fimm marka forystu, 14-9, fyrir hálfleik. Í hálfleik voru fimm leikmenn markahæstir í spænska liðinu með tvö mörk hver.

Spánverjar voru sex mörkum yfir eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik, 20-14, en þá kom annar góður sprettur Tékka sem skoruðu þrjú mörk í röð. Það dugði þó skammt og Spánverjar tóku endanlega öll völl eftir tvö mörk í röð yfir allan völlinn.

Spánverjar komust mest tíu mörkum yfir en Tékkar lögðuðu stöðuna með því að skora sex af átta síðustu mörk leiksins.

Spænska liðið vann sinn riðil og kom því með tvö stig inn í milliriðilinn. Liðið er því áfram með fullt hús á toppnum en tveir leikir riðilsins fara fram seinna í dag.

Þar mætast meðal annars Króatar og Austurríkismenn sem komu með tvö stig inn í milliriðilinn eins og Spánverjar. Lokaleikur riðilsins í dag er síðan á milli Þjóðverja og Hvít-Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×