Enski boltinn

Arsenal tapaði í Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Arsenal lauk undirbúningstímabilinu í Portúgal í kvöld þar sem að liðið tapaði, 2-1, fyrir Benfica.

Robin van Persie kom Arsenal yfir á 35. mínútu með marki af stuttu færi eftir snarpa sókn.

Pablo Aimar og Nolito skoruðu svo mörk Benfica snemma í síðari hálfleik og þar við sat.

Cesc Fabregas lék sem kunnugt er ekki með Arsenal í dag en hann á við meiðsli að stríða. Fabregas hefur verið mikið orðaður við Barcelona í sumar og ekkert spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×