Hörð barátta framundan um stöðu aðalmarkvarðar Englands fyrir EM 2021 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 09:00 Hver þessara þriggja verður í markinu hjá Englandi á EM 2020 (sem fram fer 2021)? Jonathan Brady/PA Images via Getty Images Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, var við það að missa stöðu sína í landsliðinu þegar kórónufaraldurinn skall á. Nú hefur Evrópumóti landsliða verið frestað til sumarsins 2021, þó það haldi enn EM 2020 nafninu, og þarf Pickford að spýta í lófana ef hann ætli sér ekki að missa sæti sitt. Matt Pyzdrowski hjá The Athletic velti fyrir sér hver gæti tekið stöðu Pickfords en Dean Henderson hjá Sheffield United og Nick Pope hjá Burnley eru taldir líklegastir. Þá er gamla brýnið Ben Foster, markvörður Watford, einnig nefndur til sögunnar. Áður en Pickford tók við stöðunni var Joe Hart aðalmarkvörður enska landsliðsins. Staða hans var í hættu eftir afhroðið gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 þar Hart átti ekki beint sinn besta leik. Þó hann hafi haldið sæti sínu nær alla undankeppnina fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór í Rússlandi tveimur árum síðar þá var staða hans mjög veik. Pickford greip tækifærið og átti stórkostlegan leik gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum ásamt því að halda hreinu gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum. Allt í einu virtist sem Englendingar þyrftu ekkert að velta markmannsstöðunni fyrir sér næstu árin. Hann hefur hins vegar verið mjög mistækur hjá Everton og virðist tapa fleiri stigum en hann vinnur. Hann er þó enn ungur að árum og þar sem markmenn eiga það til að ná hátindi ferils síns um þrítugt þá ætti Pickford að fá að njóta vafans. En stuðningsmenn Englands verða seint taldir þolinmóðir og því er umræðan þegar farin af stað hvort Pickford mundi halda sæti sínu. Fari svo að hann missi það, hver yrði í marki hjá enska landsliðinu á EM 2021? Ben Foster Hinn 37 ára gamli Foster var hættur með landsliðinu og hefur raunar ekki spilað síðan 2014. Hann gæti þó samþykkt að snúa aftur ef honum væri boðin staða aðalmarkvarðar. Foster hefur ekki misst af leik í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir Watford sumarið 2018. Þá hefur enginn markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinanr varið fleiri skot en Foster (1150 talsins). Þá er Foster þannig markvörður að þegar hann hittir á „daginn sinn“ þá er engin leið til að skora hjá honum. Slíkur markvörður væri gulls í gildi á stórmóti. Foster verður vissulega 38 ára gamall þegar EM fer fram en David James var eldri en það þegar hann spilaði á HM 2010. Aldur er afstæður eins og einhver sagði. Back-to-back @TheLFAOfficial Goalkeeper of the Year awards for @benfoster! Here are some of his best saves this season...#LFA20 pic.twitter.com/uBD5N7ebha— Watford Football Club (@WatfordFC) March 5, 2020 Nick Pope Pope greip tækifærið þegar Burnley seldi Tom Heaton til Aston Villa. Hann hefur spilað frábærlega í vel skipulögðu liði Burnley og þá hélt hann hreinu í fyrsta mótsleik sínum með enska landsliðinu, gegn Kósovó í nóvember. Þá hefur hann haldið marki sínu hreinu í ellefu úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni. Peope er mjög góður í grunnatriðum markvörslu og gerir fá mistök. Vissulega spilar Burnley töluvert öðruvísi fótbolta en enska landsliðið og það gæti helst háð honum fái hann kallið frá Southgate. Dean Henderson Leikmaður sem var alls ekki í myndinni fyrir þetta tímabil. Frábært gengi Sheffield United er að mörgu leyti Henderson að þakka sem hefur farið hamförum á milli stanganna á leiktíðinni. Er hann á láni frá Manchester United. Sjálfstraust þessa unga markvarðar er einnig í hámarki en hann vill fá tækifæri til að keppa við David De Gea um markvarðarstöðuna á Old Trafford. Henderson lætur ekkert á sig fá og eftir að hafa gert mistök í marki Georginio Wijnaldum í 1-0 tapi gegn Liverpool þá hélt hann hreinu í næsta leik þar sem hann átti nokkrar stórbrotnar markvörslur. Alls hefur Henderson haldið marki sínu hreinu í tíu úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni. Mögnuð tölfræði hjá liði sem flestir spáðu að yrði í botnbaráttu. Í stað þess er liðið í harðri baráttu um að komast í Evrópudeildina að ári. Það er vissulega langt í að Evrópumótið fari fram og nóg af leikjum þangað til. Það verður samt sem áður spennandi að sjá hvort Pickford stígi upp og tryggi sæti sitt sem aðalmarkvörður Englands næstu árin eða hvort hann bogni undir álaginu og missi sæti sitt. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, var við það að missa stöðu sína í landsliðinu þegar kórónufaraldurinn skall á. Nú hefur Evrópumóti landsliða verið frestað til sumarsins 2021, þó það haldi enn EM 2020 nafninu, og þarf Pickford að spýta í lófana ef hann ætli sér ekki að missa sæti sitt. Matt Pyzdrowski hjá The Athletic velti fyrir sér hver gæti tekið stöðu Pickfords en Dean Henderson hjá Sheffield United og Nick Pope hjá Burnley eru taldir líklegastir. Þá er gamla brýnið Ben Foster, markvörður Watford, einnig nefndur til sögunnar. Áður en Pickford tók við stöðunni var Joe Hart aðalmarkvörður enska landsliðsins. Staða hans var í hættu eftir afhroðið gegn Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 þar Hart átti ekki beint sinn besta leik. Þó hann hafi haldið sæti sínu nær alla undankeppnina fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór í Rússlandi tveimur árum síðar þá var staða hans mjög veik. Pickford greip tækifærið og átti stórkostlegan leik gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum ásamt því að halda hreinu gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum. Allt í einu virtist sem Englendingar þyrftu ekkert að velta markmannsstöðunni fyrir sér næstu árin. Hann hefur hins vegar verið mjög mistækur hjá Everton og virðist tapa fleiri stigum en hann vinnur. Hann er þó enn ungur að árum og þar sem markmenn eiga það til að ná hátindi ferils síns um þrítugt þá ætti Pickford að fá að njóta vafans. En stuðningsmenn Englands verða seint taldir þolinmóðir og því er umræðan þegar farin af stað hvort Pickford mundi halda sæti sínu. Fari svo að hann missi það, hver yrði í marki hjá enska landsliðinu á EM 2021? Ben Foster Hinn 37 ára gamli Foster var hættur með landsliðinu og hefur raunar ekki spilað síðan 2014. Hann gæti þó samþykkt að snúa aftur ef honum væri boðin staða aðalmarkvarðar. Foster hefur ekki misst af leik í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir Watford sumarið 2018. Þá hefur enginn markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinanr varið fleiri skot en Foster (1150 talsins). Þá er Foster þannig markvörður að þegar hann hittir á „daginn sinn“ þá er engin leið til að skora hjá honum. Slíkur markvörður væri gulls í gildi á stórmóti. Foster verður vissulega 38 ára gamall þegar EM fer fram en David James var eldri en það þegar hann spilaði á HM 2010. Aldur er afstæður eins og einhver sagði. Back-to-back @TheLFAOfficial Goalkeeper of the Year awards for @benfoster! Here are some of his best saves this season...#LFA20 pic.twitter.com/uBD5N7ebha— Watford Football Club (@WatfordFC) March 5, 2020 Nick Pope Pope greip tækifærið þegar Burnley seldi Tom Heaton til Aston Villa. Hann hefur spilað frábærlega í vel skipulögðu liði Burnley og þá hélt hann hreinu í fyrsta mótsleik sínum með enska landsliðinu, gegn Kósovó í nóvember. Þá hefur hann haldið marki sínu hreinu í ellefu úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni. Peope er mjög góður í grunnatriðum markvörslu og gerir fá mistök. Vissulega spilar Burnley töluvert öðruvísi fótbolta en enska landsliðið og það gæti helst háð honum fái hann kallið frá Southgate. Dean Henderson Leikmaður sem var alls ekki í myndinni fyrir þetta tímabil. Frábært gengi Sheffield United er að mörgu leyti Henderson að þakka sem hefur farið hamförum á milli stanganna á leiktíðinni. Er hann á láni frá Manchester United. Sjálfstraust þessa unga markvarðar er einnig í hámarki en hann vill fá tækifæri til að keppa við David De Gea um markvarðarstöðuna á Old Trafford. Henderson lætur ekkert á sig fá og eftir að hafa gert mistök í marki Georginio Wijnaldum í 1-0 tapi gegn Liverpool þá hélt hann hreinu í næsta leik þar sem hann átti nokkrar stórbrotnar markvörslur. Alls hefur Henderson haldið marki sínu hreinu í tíu úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni. Mögnuð tölfræði hjá liði sem flestir spáðu að yrði í botnbaráttu. Í stað þess er liðið í harðri baráttu um að komast í Evrópudeildina að ári. Það er vissulega langt í að Evrópumótið fari fram og nóg af leikjum þangað til. Það verður samt sem áður spennandi að sjá hvort Pickford stígi upp og tryggi sæti sitt sem aðalmarkvörður Englands næstu árin eða hvort hann bogni undir álaginu og missi sæti sitt.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira