Arsenal gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum yfir 4 milljónir punda Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 10:45 Mikel Arteta þjálfari Arsenal vísir/getty Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Slæmt gengi Arsenal í bikarkeppnum gæti haft áhrif á budduna hjá félaginu. Liðið gæti þurft að endurgreiða aðdáendum sínum miða ef það tapar í FA-bikarnum á mánudaginn. Þeir sem keyptu ársmiða á heimaleiki Arsenal borguðu fyrir að fá að horfa á sjö bikarleiki á Emirates-vellinum á leiktíðinni. Eins og staðan er núna hefur Arsenal einungis spilað fimm heimaleiki í bikarkeppnum, en liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni. Fari svo að Arsenal tapi gegn Portsmouth á útivelli í FA-bikarnum næsta mánudag, þarf félagið að bjóða aðdáendum sínum endurgreiðslu fyrir tvo heimaleiki. Það myndi einnig gerast ef liðið kemst áfram á mánudaginn en er síðan dregið aftur á útivöll í næstu umferð og fellur þá úr leik. Upphæðin sem ársmiðahafar fá er breytileg eftir því hvar þeir eru með sæti á vellinum en Arsenal má búast við að þurfa að borga að meðaltali um 50 pund til hvers ársmiðahafa fyrir hvern heimaleik sem liðið spilar ekki. Reiknað er með að það verði yfir 4,5 milljónir punda allt í allt. Aðdáendurnir geta síðan valið hvort þeir fái peninginn lagðan inn á sig eða afslátt af ársmiðum næsta tímabils. Til að bæta gráu ofan á svart þýðir það að Arsenal féll úr leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir tap gegn Olympiakos í gær að félagið fær aðeins 15 milljónir punda fyrir þátttöku sína í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Til samanburðar fékk félagið 40 milljónir punda fyrir að fara í úrslitin á síðasta ári. Liðið er einnig í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá öruggu sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en það hefur ekki gerst síðan árið 1995 að Arsenal taki ekki þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00 Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Sjáðu hvernig Aubameyang fór úr hetju í skúrk á mettíma | Myndband Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eitt mark en hefði átt að skora tvö er Arsenal mætti Olympiakos í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Arsenal er úr leik eftir framlengdan leik. 28. febrúar 2020 12:00
Martin Keown hakkaði Arsenal í sig: „Þetta er hrikalegt“ Arsenal datt út úr Evrópudeildinni í gærkvöldi er liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Olympiakos í síðari leik liðanna. Framlengja þurfti leikinn og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 28. febrúar 2020 15:00