Erfiðleikar á unglingsárum bjuggu Jóhann undir erfitt tímabil: „Ekki verið eins langt niðri í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 09:45 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afskaplega krefjandi tímabil með Burnley. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00
Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00