Hinsegin fólk á flótta fær skjól á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2015 20:00 Íslensk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti ákveðið að taka á móti hinsegin flóttamönnum, en af þeim 18 flóttamönnum sem hingað verða komnir á þessu ári eru fjórir samkynhneigðir og ein transkona. Ákveðið hefur verið að taka á móti 18 flóttamönnum þar af þrettán frá Sýrlandi, aðallega konum og börnum en sá hópur er enn í flóttamannabúðum. Það er síðan nýlunda að stjórnvöld hafa ákveðið að veita fimm hinsegin flóttamönnum hæli á Íslandi. Þeirra á meðal eru bræðurnir Peter og Robert frá Úganda, sem flúðu ógnaröldina og ofsóknirnar sem þar ríkja gegn samkynhneigðum, jafnvel með stuðningi stjórnvalda. Dagblöðin birta líka myndir af samkynhneigðu fólki og greina frá heimilsföngum þeirra. „Eftir að nöfn fólks eru birt í dagblöðunum, en sum dagblöð birta reglulega lista yfir „tíu mestu hommana í Úganda“, líður ekki á löngu áður en lík þeirra finnast í vegkanti einhvers staðar,“ segir Robert Mugabe Murumba. Monica er tuttugu og þriggja ára transkona frá Líbanon sem flúði ofbeldið í fjölskyldu sinni þegar hún var tólf ára og er mjög ánægð með að vera komin til Íslands. „Fyrst var ég mjög reið við foreldra mína. Ég var fædd svona og varð að fá að vera ég sjálf. Ég er mjög örugg með sjálfa mig og ánægð með að vera sú sem ég er.“ - Varstu fyrir líkamlegu ofbeldi? – „Já foreldrar mínir lömdu mig,“ segir Monica. Við heyrðum meira af sögu þessara fyrstu hinsegin flóttamanna hér á landi í Íslandi í dag. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti ákveðið að taka á móti hinsegin flóttamönnum, en af þeim 18 flóttamönnum sem hingað verða komnir á þessu ári eru fjórir samkynhneigðir og ein transkona. Ákveðið hefur verið að taka á móti 18 flóttamönnum þar af þrettán frá Sýrlandi, aðallega konum og börnum en sá hópur er enn í flóttamannabúðum. Það er síðan nýlunda að stjórnvöld hafa ákveðið að veita fimm hinsegin flóttamönnum hæli á Íslandi. Þeirra á meðal eru bræðurnir Peter og Robert frá Úganda, sem flúðu ógnaröldina og ofsóknirnar sem þar ríkja gegn samkynhneigðum, jafnvel með stuðningi stjórnvalda. Dagblöðin birta líka myndir af samkynhneigðu fólki og greina frá heimilsföngum þeirra. „Eftir að nöfn fólks eru birt í dagblöðunum, en sum dagblöð birta reglulega lista yfir „tíu mestu hommana í Úganda“, líður ekki á löngu áður en lík þeirra finnast í vegkanti einhvers staðar,“ segir Robert Mugabe Murumba. Monica er tuttugu og þriggja ára transkona frá Líbanon sem flúði ofbeldið í fjölskyldu sinni þegar hún var tólf ára og er mjög ánægð með að vera komin til Íslands. „Fyrst var ég mjög reið við foreldra mína. Ég var fædd svona og varð að fá að vera ég sjálf. Ég er mjög örugg með sjálfa mig og ánægð með að vera sú sem ég er.“ - Varstu fyrir líkamlegu ofbeldi? – „Já foreldrar mínir lömdu mig,“ segir Monica. Við heyrðum meira af sögu þessara fyrstu hinsegin flóttamanna hér á landi í Íslandi í dag.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira