Juventus með níu fingur á titlinum eftir sigur á Fiorentina Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. apríl 2016 20:45 Pogba í leiknum í kvöld. Vísir/getty Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira