Erlent

Fimm menn sakfelldir vegna morðsins á Politkovskaju

Randver Kári Randversson skrifar
Tveir sakborninga, Dzhabrail Makhmudov og Rustam Makhmudov, bíða niðurstöðu kviðdóms í dómsal í Moskvu.
Tveir sakborninga, Dzhabrail Makhmudov og Rustam Makhmudov, bíða niðurstöðu kviðdóms í dómsal í Moskvu. Mynd/AP
Fimm menn voru í dag sakfelldir af dómstól í Moskvu fyrir morðið á rússneska rannsóknarblaðamanninum Önnu Politkovskaju árið 2006. BBC greinir frá þessu.

Þrír mannanna eru bræður frá Tsjetsjeníu, og var einn þeirra, Rustam Makhmudov, fundinn sekur um að hafa framið morðið, en hinir mennirnir voru fundnir sekir um að eiga þátt í skipulagningu þess.

Politkovskaja var þekkt fyrir skrif sín um framferði Rússa í Tsjetsjeníu. Jafnframt var hún mjög gagnrýnin á Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og forystusveit Tsjetsjena. Talið er að skrif hennar hafi reitt valdamenn í Rússlandi til reiði.

Enn er ekki vitað hver fyrirskipaði morðið á Politkovskaju, en árið 2011 var fyrrverandi lögreglumaður að nafni Dimitry Pavlyuchenkov dæmdur til 11 ára fangelsivistar fyrir að útvega morðvopnið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×