Innlent

Litlu mátti muna þegar bílar brunnu á Smiðjuvegi í nótt

Minnstu munaði að stórbruni yrði, þegar eldur kviknaði í húsbíl fyrir utan verkstæði við Smiðjuveg í Kólpavogi laust fyrir klukkan fjögur í nótt.

Eldurinn læsti isig í nálægan bíl og magnaðist ört. Vegfarendur um Reykjanesbraut tilkynntu slökkviliðinu um eldinn, enda sást mikill reykur víða að. Þegar það kom á vettvang stóðu báðir bílarnir í björtu báli og höfðu að minnstakosti tuttugu rúður í þremur nærliggjandi fyrirtækjum sprungið þannig að ekki munaði nema hársbreidd, að sögn slökkviliðsins, að eldurinn næði þar inn.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en bílarnir eru gjör-ónýtir. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×