Innlent

Hannes Hólmsteinn um karlmennskuna og kúgun karla

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes Hólmsteinn: "Kvenleikinn er konunni treyja; karlmennskan er karlinum spennitreyja.“
Hannes Hólmsteinn: "Kvenleikinn er konunni treyja; karlmennskan er karlinum spennitreyja.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur er að undirbúa erindi sem fjallar um það hversu mjög karlar eiga undir högg að sækja í nútíma samfélagi. Ekki náðist í Hannes nú í morgun, samkvæmt símsvara virðist hann vera staddur erlendis, en Hannes greinir frá þessu í nýjum pistli og segir fyrirlesturinn verða fluttur á ensku og kallist „The Subjection of Men?“ eða „Kúgun karla?“.

Efni erindisins er með vísan í rit J.S.Mills sem skrifaði, eins og frægt er, um rétt kvenna til frelsis. En, Hannes beinir sjónum að hlutskipti karla; „hversu miklu erfiðara er á okkar dögum að vera karl en kona og hvers vegna karlmennskuhugsjónin íþyngir körlum frekar en kvenleikahugsjónin konum.“ Og Hannes bætir við: „Kvenleikinn er konunni treyja; karlmennskan er karlinum spennitreyja.“

Fyrirlestur sinn flytur Hannes 6. júní í Öskju og tengist hann alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður dagana 4.-6. júní í Háskóla Íslands og fjallar um karlmennskuhugsjónina og er þáttur í kynjafræðirannsóknum sem víða eru stundaðar í háskólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×