Sjálfstæðismenn vongóðir þrátt fyrir slakt gengi Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2014 20:00 Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn muni fá mun meira fylgi en kannanir gefa til kynna. Það sé ekki nýjum oddvita flokksins að kenna hvað fylgið sé lítið heldur hafi málefni flokksins ekki komist til skila til kjósenda. Nú tíu dögum fyrir kosningar er Sjálfstæðisflokurinn í Reykjavík að mælast með um 21,5 prósent atkvæða og ef það yrði niðurstaða kosninga yrði ekki hægt að kalla það annað en afhroð. Stjórn Varðar kom saman í Valhöll í hádeginu til að ræða málin en að loknum þeim fundi voru menn alls ekki á því að gefast upp. Það er þó greinilegt að Sjálfstæðismönnum í borginni stendur ekki á sama um það litla fylgi sem flokkurinn er að mælast með í könnunum. En nú síðast í gær birti Morgunblaðið könnun þar sem fylgið er komið niður í 21,5 prósent sem gæfi flokknum einungis þrjá borgarfulltrúa. Það yrðu söguleg afhroð í kosningum. Sirrý Hallgrímsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra og stjórnarkona í Verði segir menn hafa áhyggjur af stöðunni. „Já, vissulega að einhverju leyti. En við höfum fulla trú á því að okkur eigi eftir að ganga betur en nýjustu kannanir sýna með þessa stefnu sem við erum með. Ég held að kjósendur og ég held að kjósendur setji stefnu og málefni fyrst á oddinn,“ segir Sirrý. Það var nokkuð umdeilt hvernig valdist í oddvitasætið þegar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri utan að landi valdist í fyrsta sæti og því eðlilegt að spyrja hvort það hafi verið rætt á fundi Varðar að skipta um leiðtoga á síðustu metrunum?. „Nei, það var ekki rætt og stóð aldrei til að ræða,“ segir Sirrý. Þá hafi það ekki verið umdeilt að setja Halldór í fyrsta sætið. Hann hafi tekið þátt í prófkjöri og fengið mjög fína kosningu í leiðtogasætið. Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar segir fundinn í dag ekki hafa verið neinn krísufund. „Nei, síður en svo. Við höfum verið að funda vikulega í einn og hálfan mánuð. Eðlilega, það eru að koma kosningar, það styttist í kosningar og þá þarf að skoða spilin. Það er það sem við vorum að gera,“ segir Óttarr. En kannanir geta varla valdið mikilli gleði í ykkar röðum? „Nei, nei enda verður þetta ekki niðurstaða kosninganna. Þetta eru skoðanakannanir en við spyrjum að leikslokum. Við spyrjum að því sem kemur upp úr kjörkössum og það er það eina sem gildir,“ segir Óttarr Guðlaugsson. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn muni fá mun meira fylgi en kannanir gefa til kynna. Það sé ekki nýjum oddvita flokksins að kenna hvað fylgið sé lítið heldur hafi málefni flokksins ekki komist til skila til kjósenda. Nú tíu dögum fyrir kosningar er Sjálfstæðisflokurinn í Reykjavík að mælast með um 21,5 prósent atkvæða og ef það yrði niðurstaða kosninga yrði ekki hægt að kalla það annað en afhroð. Stjórn Varðar kom saman í Valhöll í hádeginu til að ræða málin en að loknum þeim fundi voru menn alls ekki á því að gefast upp. Það er þó greinilegt að Sjálfstæðismönnum í borginni stendur ekki á sama um það litla fylgi sem flokkurinn er að mælast með í könnunum. En nú síðast í gær birti Morgunblaðið könnun þar sem fylgið er komið niður í 21,5 prósent sem gæfi flokknum einungis þrjá borgarfulltrúa. Það yrðu söguleg afhroð í kosningum. Sirrý Hallgrímsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra og stjórnarkona í Verði segir menn hafa áhyggjur af stöðunni. „Já, vissulega að einhverju leyti. En við höfum fulla trú á því að okkur eigi eftir að ganga betur en nýjustu kannanir sýna með þessa stefnu sem við erum með. Ég held að kjósendur og ég held að kjósendur setji stefnu og málefni fyrst á oddinn,“ segir Sirrý. Það var nokkuð umdeilt hvernig valdist í oddvitasætið þegar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri utan að landi valdist í fyrsta sæti og því eðlilegt að spyrja hvort það hafi verið rætt á fundi Varðar að skipta um leiðtoga á síðustu metrunum?. „Nei, það var ekki rætt og stóð aldrei til að ræða,“ segir Sirrý. Þá hafi það ekki verið umdeilt að setja Halldór í fyrsta sætið. Hann hafi tekið þátt í prófkjöri og fengið mjög fína kosningu í leiðtogasætið. Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar segir fundinn í dag ekki hafa verið neinn krísufund. „Nei, síður en svo. Við höfum verið að funda vikulega í einn og hálfan mánuð. Eðlilega, það eru að koma kosningar, það styttist í kosningar og þá þarf að skoða spilin. Það er það sem við vorum að gera,“ segir Óttarr. En kannanir geta varla valdið mikilli gleði í ykkar röðum? „Nei, nei enda verður þetta ekki niðurstaða kosninganna. Þetta eru skoðanakannanir en við spyrjum að leikslokum. Við spyrjum að því sem kemur upp úr kjörkössum og það er það eina sem gildir,“ segir Óttarr Guðlaugsson.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira